Spurt og svarað

24. mars 2015

Lágsæt fylgja og vending

Ég er komin 32 vikur og er með lágsæta fylgju. Við 12 vikur var hún fyrirsæt, komin 1 cm frá leghálsi við 20 vikur og er nú rétt tæpa 2 cm. frá. Læknirinn vill fá mig aftur í sónar eftir 3 vikur til að meta hvort fylgjan sé komin nægilega langt frá leghálsi til að ég geti átt eðlilega fæðingu. Í þokkabót er barnið núna sitjandi. Ef fylgjan færist nægilega mikið en barnið verður enn sitjandi hefur það þà àhrif à möguleika á vendingu? Ég hef farið ì einn keisara og vil síður gera það aftur og er því frekar stressuð yfir þessu.

 

Heil og sæl, vaðandi lágsæta fylgju þá er það algengast að fylgjan færist upp og verði ekki til vandræða þegar að fæðingu kemur. Það er ekkert hægt að gera nema bíða og sjá hvað gerist í næsta sónar. Þú ert bara komin 32 vikur og barnið hefur alveg möguleika á að snúa sér sjálft í höfuðstöðu. Það er hvert tilfelli skoðað sérstaklega þegar verið er að hugsa um vendingu og ég ráðlegg þér að taka við ljósmóðurina þína um það. En það eru alveg ágætir möguleikar á að fylgjan færi sig ofar og að barnið snúi sér sjálft í höfuðstöðu þó að það sé ekki alveg öruggt. Gangi þér sem best.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24. mars 2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.