Lambakjöt

13.12.2010

Sælar!

Ég bý erlendis og á von á barni. Ég fékk þau fyrirmæli frá lækni að ég mætti borða allt eldað kjöt nema lambakjöt. Kindin gefur frá sér sömu hormóna og kettir og þess vegna er ekki mælt með því. Þetta hef ég aldrei heyrt og er ekki viss um að þetta sé rétt. Hafið þið einhverja skýringu á þessu?


Sæl og blessuð!

Ég hef aldrei heyrt þetta og kann ekki skýringu á þessu. Þú ættir að fá nánari upplýsingar hjá þeim sem ráðlagði þetta.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. desember 2010.