Lamisil töflur

22.01.2008

Vitið þið hvort óléttar konur mega nota töflur sem innihalda Lamisil?


Samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskrá á ekki að nota Lamisil töflur á meðgöngu nema ávinningurinn vegi þyngra en áhættan þar sem mjög takmörkuð klínísk reynslu er af notkun lyfsins handa þunguðum konum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. janúar 2008.