Fréttir

9 mánuðir flytja

25.nóvember 2016

Fyrirtækið 9 mánuðir hefur flutt starfsemi sína í Hlíðasmára 10.

 9 mánuðir hafa flutt starfsemi sína í nýtt og betra húsnæði að Hlíðasmára 10 Kópavogi, jarðhæð með sérinngangi. Lögð er áhersla á heimilislegt og notalegt umhverfi þar sem allir eru velkomnir.   Eins og áður bjóða 9 mánuðir verðandi foreldrum að koma í sónarskoðanir á meðgöngu en þá er um að velja 2D  og  3D skoðun.

Í 9 mánuðum er boðið uppá nudd fyrir alla fjölskylduna, nálastungur fyrir konur  á meðgöngu og námskeið fyrir verðandi foreldra. Þar ber að nefna fæðingarfræðslunámskeið, brjóstagjafanámskeið og námskeið þar sem lögð er áhersla á að styrkja samband para og undirbúa þau undir foreldrahlutverkið.

Fyrirhugað er að fá snyrtifræðing í samstarf við 9 mánuði þar sem t.d. konur á meðgöngu geta fengið smá dekur sem er nauðsynlegt öllum verðandi mæðrum J

Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu 9 mánaða, www.9manudir.is og þar er einnig hægt að bóka tíma í þær meðferðir sem nefndar eru hér að ofan.

 ´

 

Valmynd