Fréttir

Notkun hjartsláttartækis

17.maí 2017

Undanfarið hefur það færst í vöxt að verðandi foreldrar kaupi sér svokallað hjartsláttartæki. Ljósmæður vara eindregið við notkun slíkra hjartsláttartækja til að hlusta á hjartslátt fóstursins. Notkun tækja af þessu tagi eykur ekki öryggi og það getur beinlínis verið skaðlegt barninu að nota þær sterku dopplerbylgjur sem notaðar eru til að hlusta hjartsláttinn á fyrsta þriðjungi meðgögunnar. Sjá nánar hér
Til að fylgjast með líðan fóstursins er fátt betra eða öruggara en að móðirin þekki barnið sitt og geti metið líðan þess með því að fylgjast vel með hreyfingum þess og mynstri.
Talsverða þjálfun þarf til að geta notað svona tæki af öryggi og getur röng notkun jafnvel vakið falska öryggiskennd hjá verðandi foreldrum. Ef tækið er notað af fólki sem ekki hefur til þess viðeigandi þjálfun getur gerst að verið sé að hlusta móðurpúls en ekki barnið eða að hættumerki sem stundum koma fram í hjartslætti fóstursins fari framhjá viðkomandi.
Við ljósmæður leggjum ríka áherslu á að hafi móðir áhyggjur af líðan barnsins vegna t.d. minnkaðra hreyfinga þá hafi hún strax sambandi við heilsugæslu eða spítala eftir því sem við á en reyni ekki að róa sig með því að hlusta hjartslátt sjálf.

Valmynd