Fréttir

Nýburaskimun

11.apríl 2018

Við nýburaskimun sem er framkvæmd við 24 - 72 klukkustunda aldur allra nýbura á Íslandi er meðal annars skimað fyrir sjúkdómnum Isovaleric acidemia. Notkun sýklalyfja sem innihalda virka efnið Pivmecillinam eins og til dæmis Selexid sem oft er notað við þvagfærasýkingu á meðgöngu geta gefið falskt jákvæða niðurstöðu við skimun. Þess vegna er mikilvægt að láta ljósmóður eða hjúkrunarfræðing sem tekur blóðprufuna úr nýburanum vita ef slík sýklalyf hafa verið notuð síðasta mánuð meðgöngunnar. Það getur valdið foreldrum miklum óþarfa áhyggjum ef barn þeirra er kallað inn til að endurtaka blóðprufuna vegna þessa. Krem sem seld eru erlendis og eru notuð eru á brjóstvörtur sem innihalda Neopentanat geta einnig framkallað falskt jákvæða niðurstöðu.

Valmynd