POX skimun

Tekin hefur verið upp Pox (pulse oximetry) skimun nýbura á Íslandi. Pox skimun hefur reynst gagnleg við að finna þau börn sem þarfnast nánari skoðunar með tilliti til meðfæddra hjartagalla. Skimunin er framkvæmd þannig að súrefnismettun er mæld með þar til gerðum mæli á hægri hendi nýburans og svo á öðrum hvorum fætinum. Súrefnismettun er mæld í prósentum og muni meira en tveim prósentum á mælingum milli handa og fóta er nýburinn skoðaður nánar af nýburalækni og metið hvort þörf sé á frekari rannsóknum eins og hjartaómun og hjartalínuriti.

Deila