Fréttir

Ljáðu mér eyra

04.september 2019

Öllum konum sem fætt hafa á Landspítalanum stendur til boða að bóka viðtal við ljósmóður eftir fæðingu ef þær vilja ræða fæðingarreynslu sína. Þá tala þær við ljósmæður sem hafa góða reynslu í að ræða og fara skref fyrir skref yfir fyrri fæðingar. Viðtalsþjónustan nefnist Ljáðu mér eyra og er bæði fyrir konur sem fæddu fyrir nokkrum vikum og þær sem fæddu fyrir einhverjum árum síðan. Ljáðu mér eyra viðtölin bókast á göngudeild mæðraverndar í s. 543 3253 á virkum dögum milli kl. 09 og 15.

Valmynd