Fréttir

Ljáðu mér eyra

04.september 2019

Öllum konum sem fætt hafa á Landspítalanum stendur til boða að bóka viðtal við ljósmóður  eftir fæðingu ef þær vilja ræða fæðingarreynslu sína. Þær geta valið að fá viðtal við ljósmóður sem veitti þeim umönnun í fæðingu. Ef þær kjósa að hitta aðra ljósmóður þá er það sjálfsagt og verður þá einhver önnur ljósmóðir í viðtalinu. Viðtalsþjónustan nefnist Ljáðu mér eyra og verður jafnframt veitt þar  áfram þjónusta fyrir konur sem fæddu fyrir einhverjum árum síðan eins og verið hefur.  Ljáðu mér eyra viðtölin bókast á göngudeild mæðraverndar í s. 543 3253 á virkum dögum milli kl. 09 og 15.

Valmynd