Sælar,
Ég er að fara eignast mitt annað barn erlendis og var að skoða aðstöðuna á spítalanum. Ljósmæðurnar sögðu frá því að þær væru með kæli fyrir brodd ef ég myndi vilja koma með eða þá pumpa þegar barnið er fætt. Nefndu að þetta væri oft gert til öryggis ef að barn fæðist t.d. fyrir tímann eða ef fæðingin er erfið og barnið á erfitt með að fara á brjóst osfrv. Nefndu þetta bara sem möguleika, að gefa brodd í teskeið eftir gjöf. Ég man ekki að þetta hafi verið nefnt þegar ég átti á Íslandi - hefur verið einhver áhersla eða spes ráðgjöf sem þið gefið í kringum þetta heima? Er að hugsa hvort þetta sé sniðugt eða ekki. Átti góða brjóstagjöf á fyrri meðgöngu.Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu ætti ekki að vera þörf fyrir að safna brjóstamjólk á meðgöngu en auðvitað er það val hverrar konu.
Í einhverjum tilvikum gæti borið árangur að safna broddi á meðgöngu ef:- Sykursýki, Meðgöngusykursýki er til staðar (þá sérstaklega ef illa gengur að stjórna blóðsykri)
- Fjölburameðganga
- Saga um að mjólk komi seint eða lítil framleiðsla.
- O.fl.
Það að safna broddi á meðgöngu er ekki talið líklegt að hafa neikvæð áhrif á brjóstagjöf og en þó eru nokkrar frábendingar til staðar, en þær eru meðal annars:
- Fyrirsæt fylgja
- Hótandi fyrirburafræðing
- Blæðing á meðgöngu
Ekki er ráðlagt að safna broddi fyrir 36.viku meðgöngu.
Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Hæhæ er eðlilegt að vera með verk í lifneininu? Kemur oft random og mest þegar ég er liggjandi þa er erfitt að hreyfa sig og færa sig a aðra hlið er komin 27v
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Grindarverkir á meðgöngu eru algengir og mismunanandi eftir einstaklingum hvers eðlis þeir eru. Algeng orsök grindarverkja eru slakari liðbönd af völdum hormónsins relaxíns. Einnig hefur breytt líkamstaða og þyngdaraukning mikil áhrif á stoðkerfið. Sumir finna fyrir verkjum í líkama snemma á meðgöngunni, aðrir seinna og einhverjir sleppa alveg við þá. Verkurinn getur komið og farið og ýmislegt hægt að gera til að styðja við góða líkamlega heilsu á meðgöngunni.
Hér getur þú lesið þig til um verki á meðgöngu og hvað hægt er að gera til fyrirbyggingar. Ég hvet þig einnig til að ræða þessi mál við þína ljósmóður í meðgönguvernd sem getur bent þér á frekari úrræði. Gangi þér vel.Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Góðan dag og takk fyrir hjálplega síðu.
Ég er gengin rúmar 7 vikur og er að upplifa svefnleysi sem ég hef ekki upplifað áður. Ég finn enga skýringu á þessu, þar sem ég er ekki með ógleði né verki. Veist þú hvað gæti valdið þessu og ertu með ráð til að bæta svefninn á fyrstu vikum meðgöngu?
Með bestu kveðjum,Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Hér getur þú lesið þig til um svefntruflanir á meðgöngu, meðal annars einföld ráð sem gætu bætt svefn þinn. Ef ekkert virkar hvet ég þig að hafa samband við ljósmóður í meðgönguvernd fyrir frekari stuðning og ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum gætu lyf í samráði við ljósmóður/lækni verið þörf. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Alþjóðasiðareglur ljósmæðra
Siðareglur ljósmæðra byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu og á þeirri meginhugsun að sérhvern einstakling beri að virða sem manneskju.
Fæðingartölur á Íslandi
- 0
Að meðaltali fæðir kona/leghafi 1,6 barn á ævi sinni. Sú tíðni hefur jafnt og þétt farið lækkandi síðastliðna áratugi.
- 0
Árið 2023 fæddust samtals 2257 drengir, sem var tæplega helmingur allra fæddra barna.
- 0
Á sama tíma fæddust 2058 stúlkur, sem gerði heildarfjölda nýfæddra barna að 4315.