Brjóstakorn

Að kreista eða nudda brjóstið

12.maí 2015

Tilgangur með því að kreista brjóstið er að fá fram meira flæði mjólkur þegar barn er hætt að drekka sjálft. Það örvar mjólkurlosunarviðbragðið. Þetta er ekki nauðsynleg ef allt gengur vel, en virkar sérstaklega vel á fyrstu dögunum til að hjálpa barninu að ná meiri broddi.

Brjóstið er einfaldlega kreist saman og nuddað eða mjólkað á meðan barnið drekkur á brjóstinu. Þetta ætti ekki að vera sársaukafullt og barnið þarf að drekka á meðan (opna vel- stopp- loka munni) til þess að þetta virki. Ekki er nauðsynlegt að nota þessa aðferð alltaf, en þetta getur verið hjálplegt fyrstu dagana. 

Þessi aðferð getur einnig virkað vel fyrir þær mæður sem eru að  nota brjóstapumpu til þess að ná upp mjólkurframleiðslu, Þá er brjóstið nuddað eða mjólkað á meðan verið er að pumpa. 

Nóvember 2019

Valmynd