Brjóstakorn

Fingurgjöf

12.maí 2015

 

Fingurgjöf

Fingurgjöf er ákveðin tækni sem veitir þér tækifæri til að gefa barni þínu án þess að nota pela. Fingurgjöf er einnig aðferð sem hjálpar barni þínu til að taka brjóst ef því gengur illa. Ef þig langar til að geta haft barn á brjósti með góðum árangri er betra að reyna að forðast pela áður en mjólkurframleiðslan er komin í gott jafnvægi.

Fingurgjöf er hægt að nota:

 1. Ef barn neitar af einhverri ástæðu að taka brjóst eða ef barn er of syfjað til að reyna að sjúga. Þetta er einnig góð leið til að vekja syfjað barn.
 2. Ef barn nær ekki að sjúga brjóst á réttan hátt og nær þ.a.l. ekki að sjúga mjólkina vel úr brjóstinu. (Ef hægt er að nota hjálparbrjóst við brjóstið þá er ekki nauðsynlegt að nota fingurgjöf).
 3. Ef barn er aðskilið frá móður af einhverri ástæðu. Í þeim tilfellum er besti kosturinn þó sennilega að gefa barni með staupi.
 4. Ef brjóstagjöf er hætt í stutta stund.
 5. Ef vörtur þínar eru svo sárar að þú getur ekki lagt barnið á brjóst. Þá getur verið gott að nota fingurgjöf í nokkra daga meðan vörturnar eru að gróa og án þess að barnið venjist á pela. Það er einnig frekar við hæfi að nota staup við þessar aðstæður, og það tekur minni tíma. Þetta er notað sem síðasta úrræði. Rétt stelling og rétt sogtækni við gjafir er miklu betri til að laga sárar vörtur en fingurgjöf.

Fingurgjöf er miklu líkari brjóstagjöf en pelagjöf. Við fingurgjöf verður barnið að setja tunguna niður og fram yfir góminn, hafa munninn vel opinn ( því stærri sem fingurinn er því betra) og að kjálkinn komi fram á við. Hreyfingin á tungu og kjálka er mjög lík því og þegar barn sýgur brjóst. Fingurgjöf hentar best til að undirbúa barn að taka brjóst. Það ætti að nota fingurgjöf í eina til tvær mínútur áður en barn er lagt á brjóst ef það hefur ekki viljað taka brjóstið. Staupgjöf er auðveldari og fljótlegri til að gefa barni fyrstu dagana ef móðir er

Ef barnið tekur brjóstið getur verið gott að nota hjálparbrjóst þurfi barnið að fá ábót. Það er gert meðal annars til þess að barnið haldi áfram að örva brjóst móðurinnar.

Fingurgjöf -er best að læra með því að fylgjast með hvernig hún er framkvæmd eða reyna hana.

 1. Þvoðu þér vel um hendurnar. Það er betra ef neglur hafa verið klipptar stutt.
 2. Það er best að þú komir þér og barninu vel fyrir áður en þú byrjar. Höfuð barnsins ætti að hvíla vel á annarri hendi þinni ásamt stuðningi við axlir og háls. Barnið ætti að vera í fangi þínu og snúa að þér. Hvaða staða sem þér þykir best fyrir þig og barnið er það í lagi.
 3. Þú þarft slöngu (sondu) sem er fest á fingurgóminn og pela eða sprautu sem hefur að geyma brjóstamjólk eða þurrmjólk eftir kringumstæðum. Endi slöngunnar er settur ofan í vökvann.
 4. Settu slönguna þannig að hún liggi á fingurgómnum. Endinn á slöngunni á að ná fram að fingurgómnum, alls ekki fram yfir fingurgóminn. Ef þetta er vel gert þarf ekki að líma slönguna við fingurinn.
 5. Þegar fingurinn er notaður með slöngunni, er gott að kitla varir barnsins lauslega, þangað til að barnið opnar munninn vel svo fingurinn komist í munn þess. Ef barn er mjög syfjað, en þarf að fá fæðu má smeygja fingrinum upp í munn barnsins. Oftast byrjar barnið að sjúga þó að það sé sofandi og við að fá vökva vaknar það.
 6. Settu fingur upp í munn barnsins þannig að fingurgómurinn snúi upp að harða gómnum í munninum. Haltu fingrinum eins flötum og hægt er. Venjulega byrjar barn að sjúga fingurinn og sýgur hann enn lengra inn í munninn. Barnið kúgast ekki þrátt fyrir að það sjúgi fingurinn langt inn í munninn, nema að það sé satt eða vant pela.
 7. Ýttu höku barnsins niður ef neðri vörin sýgst inn í munninn
 8. Tæknin virkar ef barn drekkur. Gangi hægt að gefa barninu getur þú þurft að hækka flöskuna yfir höfuð barnsins eða ýta á sprautuna. Reyndu að halda fingri þínum beinum með þrýstingi á tunguna. Beindu ekki fingrinum upp heldur reyndu að halda honum flötum, þannig að tunga barnsins haldist niðri og neðri kjálkinn gangi fram.
 9. Notkun fingurgjafar með sprautu til að þrýsta mjólk upp í munn barnsins er erfið og oft ekki árangursrík aðferð Ef þú átt í erfiðleikum með að láta barn grípa eða sjúga brjóst, mundu að hungrað barn getur gert þetta erfiðara. Gefðu því barni smávegis með fingurgjöf til að róa það. Þegar barn hefur róast og sogið í 1-2 mín fingurinn skaltu bjóða því brjóstið aftur. Ef þú átt áfram í erfiðleikum, ekki gefast upp, haltu áfram fingurgjöf reyndu síðan aftur brjóstið. Þetta gengur venjulega. Stundum þarf í nokkra daga, viku eða lengur að notast við fingurgjöf

Ef þú ert að útskrifast af sjúkrahúsi og notar fingurgjöf skaltu fá viðtal við brjóstagjafaráðgjafa eftir 1-2 daga. Því fyrr því betra.Þó að barn sé farið að sjúga brjóst getur það þurft að fá ábót með hjálparbrjósti af og til.

 

 

 

Valmynd