Brjóstakorn

Flatar geirvörtur

12.maí 2015

Börn virðast fæðast með þær væntingar að geirvörtur móðurinnar séu teygjanlegar. Hvatinn að sogviðbragðinu er snerting á svæðinu á mótum harða og mjúka góms. Ef barn getur ekki mótað vörtuna þannig að hún nái þessu dýpi lendir það í vandræðum með brjóstagjöfina. Barnið getur virkar ruglað í ríminu, hreyfir höfuðið fram og til baka, rekst í brjóstið og kreppir hnefana. Sum börn öskra á meðan önnur detta út og sofna. Sumar mæður upplifa þetta eins og barnið viti ekki hvernig það eigi að loka munninum umhverfis vörtuna. Ef þessi börn fá pelatúttu bregðast þau vel við. Þar kemur snerting sem er nógu sterk til að kveikja á kerfinu. Hins vegar gefur túttan of mikla örvun vegna þess að pelatútta er stór, hörð og óeftirgefanleg og gefur því meiri örvun en mjúk og eftirgefanleg varta að barnið neitar venjulega brjóstinu á eftir jafnvel þótt vartan hafi verið dregin út í millitíðinni. Flöt varta hefur ekkert að segja í keppni við hratt flæði úr pela með túttu sem örvun.

Teygjanleika vörtu er ekki hægt að meta sjónrænt. Taka verður á vefnum með því að klípa saman fyrir aftan vörtuna. Annað hvort þrýstist vartan út, verður flöt eða skreppur inn. Að geta tekið einhvern hluta vörtubaugsvef milli þumals og vísifingur bendir til teygjanleika. Best er ef hægt er að mynda tog á vörtubaugsvef.  Stálmi dregur mjög úr teygjanleika vörtu og vörtubaugs og veldur tímanbundið flatari vörtum. Handmjólkun og kaldir bakstrar draga úr þrota og mýkir brjóstið. Það auðveldar barninu grip.

Stór og sterk börn sjúga svo kröftuglega að þau geta ráðið við lítinn teygjanleika. Ef barn er hinsvegar lítið, fyrirburi eða veikt getur það ásamt flatri eða inndreginni vörtu leitt til brjóstagjafavandamála.   Samlokutak á brjósti og þynning vefsins í sama plani og munnur barnsins, hjálpar því að finna ákveðnar fyrir vörtunni. Ef móðir getur mjakað þessu horni af brjóstinu langt inn í munninn kveikir það oft á viðbrögðum barnsins. Mikilvægt er að halda takinu á brjóstinu nægilega lengi og ekki sleppa fyrr en barnið er farið að sjúga vel.

Í sumum tilfellum þurfa konur að notast við svokallaðan mexíkanahatt til þess að barnið nái taki á geirvörtunni. Best er að gera það í samráði við ljósmóður sem sinnir heimaþjónustu og fá leiðsögn.

Apríl 2020

Valmynd