Brjóstakorn

Grip barns á geirvörtu

12.maí 2015

Miðjugrip er það kallað þegar barn opnar munninn og vörtu er vísað beint inn í munninn og barni þrýst að um leið. Þessi aðferð er víða kennd í bókum og hefur verið notuð lengi með góðum árangri. Hún gerir þó sumum börnum ókleift að ná nógu stóru svæði upp í sig sem leiðir til þess að barn nær mjólkinni ekki nógu vel. Einnig er hætta á að barnið loki munni of nálægt vörtunni og særi hana.

Ósamhverft grip felur í sér að stærra svæði vörtubaugs er hulið við neðri vör barnsins en efri vör. Neðri kjálki barnsins kemur fyrst að brjóstinu og vörtunni er vísað ákveðið upp í gómloft barnsins. Áhersla er á að stærra svæði sé tekið í munninn hökumegin. Í upphafi er nef barnsins við vörtuna þannig að það þurfi aðeins að teygja sig í vörtuna. Þessi hreyfing verður til þess að neðri kjálki kemur fyrst að brjósti. Það síðasta sem snertir brjóstið er efri vörin. Ef rétt er gert fletjast varir barnsins út af sjálfu sér. Ósamhverft grip er hægt að nota í öllum stellingum og er sérlega gott ef vörtur eru sárar eða aumar því álagið breytist á vörtunni.

Atriði sem vert er að hafa í huga þegar barn er lagt á brjóst:
 barninu sé haldið þétt að brjóstinu (frá sjónarhorni móður sést aðeins efri vör og kinn barnsins).
Að barn sé lagt á brjóst áður en það fer að gráta.
Að sogið fylgi eðlilegum takti: opnað vel - stopp - lokað.

Apríl 2020

Valmynd