Brjóstakorn

Handmjólkun brjósta

12.maí 2015

Þegar handmjólka á brjóstin er gott að byrja á því að setja heitan bakstur á brjóstið í 2-3 mínútur. Nudda síðan brjóstið og geirvörtubaug í nokkrar mínútur til að örva tæmingarviðbragð. Nota skal hringlaga hreyfingar og léttan þrýsting.

Þegar brjóstið er handmjólkað er þumalfingur lagður 2-3 cm fyrir ofan geirvörtu og fjórum fingrum 2-3 cm fyrir neðan (C-grip). Þrýst er inn í brjóstið að brjóstkassa og kreist mjúklega saman, þumli og fingrum er síðan rúllað fram að geirvörtu. Við þetta sprautast mjólk úr geirvörtu. Þrýstingurinn er losaður og ferlið endurtekið. Þegar mjólkurflæðið minnkar eru hendurnar færðar hringinn í kringum brjóstið og ferlið endurtekið.

Október 2019

Valmynd