Brjóstakorn

Herpes Simplex

12.maí 2015

Það eru tveir Herpes Simplex vírusar sem frá sjónarhóli brjóstagjafar má líta á sem einn. Mörg okkar hafa þessa vírusa án þess að vita það. Vírusinn af tegund I veldur munnsárum hjá börnum en frunsum á varir hjá fullorðnum. Hann getur líka valdið sárum líkum hlaupabólu á hvaða aldri sem er. Þó er það oft að fólk sem sannanlega hefur smitast (hefur mótefni í blóði) fær aldrei nein einkenni.

Báðir vírusarnir geta valdið alvarlegum veikindum á hvaða aldri sem er en eru hættulegri fyrir börn innan við mánaða gömul sérstaklega ef þau smitast í fæðingu. Alvarlegasta sjúkdómsmyndin sést þó þegar fóstur sýkist á meðgöngu, einkum á fyrsta þriðjungi.

Vírusarnir smitast með snertingu við opin sár sem innihalda vírusa. Svo lengi sem ungbarn er ekki í snertingu við opin sár er engin ástæða til að forðast brjóstagjöf. Ef sár er á sjálfri geirvörtunni ætti augljóslega að forðast að gefa brjóst á því brjósti. Sár annarstaðar á líkama móður má hylja til að vernda barnið fyrir sýkingu.

Þegar barnið er orðið eldra en mánaða gamalt er mun minni hætta á alvarlegum veikindum af völdum þessara vírusa þótt það sé möguleiki á hvaða aldri sem er.

Sum börn fá sár í munn af völdum herpes víruss. Þau geta valdið þó nokkrum sársauka og í sumum tilfellum neitar barnið að drekka sem getur leitt til þurrks. Oft eru sárin í viku eða meira. Börn sem eru á brjósti eru frekar tilbúin að taka brjóst og forðast þannig þurrk annars þarf að finna aðrar næringaraðferðir. Ef á einhvern hátt er mögulegt að halda brjóstagjöfinni áfram ætti gera það.

Apríl 2020

Valmynd