Brjóstakorn

Lesið í barnið

12.maí 2015

Það getur verið krefjandi verkefni fyrir nýbakaða foreldra að lesa í merki barnsins. Hvort sem lesa á í þarfir þess, vökustig, svengdarmerki, merki um veikindi og fl.

Barn í góðu, stöðugu ástandi sýnir viðeigandi svefnmynstur miðað við aldur, það getur grátið kröftuglega og hefur hæfileika til að þagna. Foreldrum finnst auðvelt að hugga það og fá skýreyga athygli og jákvæðan andlitssvip.

Barn í streituástandi sýnir hegðun eins og að vesenast, sífra, líta undan eða stara. Foreldrar lýsa því sem pirruðu, grátandi, óhuggandi með kvíðafulla athygli og óeirð. Þessi börn stífna gjarnan upp, gleikka sundur fingur, bregður auðveldlega og gretta sig.

Ef barn sýnir streitumerki aðeins í tengslum við gjafir bendir það til að eitthvað tengt gjöfunum sé yfirþyrmandi fyrir barnið. Tímasetning þess hvenær barn byrjar að sýna streitumerki í gjöf getur bent til orsaka hennar.

Börn geta ekki farið á brjóst djúpt sofandi eða ákaft grátandi. Þar fyrir utan er misjafnt á hvaða vökustigi hverju einstöku barni hentar best að drekka. 

Meðgöngulengd, þroski og heilbrigði barns hefur áhrif á hvaða vökustig er ríkjandi. Fyrirburar eyða miklum tíma á svefnstigi og ástand eins og gula gerir börn löt eða pirruð sem hefur áhrif á áhuga þeirra á brjóstagjöf. Börn sem eru meidd eða veik geta haft slík óþægindi að þau ná ekki einbeitingu í gjöf.

Börn sýna mismunandi merki þegar þau verða svöng. Algengast er smjatt eða munni opnað og lokað á víxl. Varir sleiktar, gapað og hönd sett í munninn. Þessi merki eru missterk eða áberandi og það er líka einstaklingsbundið hversu langur tími líður frá fyrstu svengdarmerkjum þar til þolinmæðin er þrotin.

Október 2019

Valmynd