Brjóstakorn

Pelagjafir og sogvilla

12.maí 2015

Pelagjafir með túttu á fyrstu vikunum eru taldar tengjast auknum brjóstagjafavandamálum og fleiri konum sem hætta brjóstagjöf. Ástæða þess er að hönnun flestra pelatútta koma barninu til að nota ólíkar tungu, kjálka og munnhreyfingar en þau nota við brjóstagjöf. Aðal ástæða þess er að hratt flæði mjólkur úr pelanum þvingar barnið til að halda tungunni fyrir aftan neðri góminn. Það þrýstir síðan tungunni upp í gómloftið til að stöðva vökvaflæðið þegar það þarf að anda. Þessi hreyfing er andstæða réttrar brjóstagjafahreyfingar þar sem barn á brjósti þarf að teygja tunguna fram yfir neðri góminn til að ná djúpu gripi og sjúga rétt. Valkostir í stað peratúttu eru t.d. teskeið, staup, sprautur, fingurgjöf og hjálparbrjóst.

Hægt er að koma í veg fyrir að barnið noti öðruvísi tungu, kjálka og munnhreyfingar við pelagjöf með því að nota túttu með hægu flæði og hafa pelann í láréttri stöðu við gjöf, til að takmarka flæðið og draga úr ruglingi við brjóstagjafahreyfingu. Hægt flæði getur forðað eða a.m.k. dregið úr þörf barns til að halda tungunni fyrir aftan neðri góminn. Til að prófa túttu ætti að halda henni eins og gert væri við gjöf og þá ætti að vera hægt að telja nokkrar sekúndur milli mjólkurdropa sem leka. 

Júlí 2019

Valmynd