Brjóstakorn

Þegar mjólkin ,,kemur"

12.maí 2015

Brjóstamjólk verður fullþroska eða „kemur" einhvers staðar á milli 2. og 5. dags eftir fæðingu. Margir þættir hafa áhrif á hvenær mjólkin kemur. Að leggja barn á brjóst fljótlega eftir fæðingu og reglulega eftir það örvar mjólkurframleiðslu. Lyfjalaus fæðing og að hafa barn alltaf hjá móður skiptir einnig máli. Það hjálpar ef móðir er í góðu jafnvægi andlega. Fyrir flestar mæður er það að vera í kunnuglegu umhverfi heimilis síns og frjáls til að kúra með barninu og gefa oft brjóst það sem þarf til mjólkin komin.

Þegar mjólkin kemur geta brjóstin virst ansi þanin. Móðurinni finnst hún geta gefið tvíburum eða jafnvel þríburum. Þessi fylling er vegna aukins blóðflæðis til að tryggja næga næringu og smávegis bólgu í vefnum. Sumar finna lítið fyrir þessu. Í venjulegu ferli hjaðnar þetta þan á nokkrum dögum. Það er sérstaklega mikilvægt að halda áfram að leggja barnið oft á brjóst, þar sem losun mjólkur úr brjóstinu minnkar blóðsóknina.  Heit sturta og gjöf á eftir dregur úr óþægindum. Hjá sumum konum þróast eðlilegt þan yfir í stálma þar sem brjóstin verða hörð og með verkjum. Jafnvel getur hitavella fylgt. Þan og stálmi geta valdið því að geirvörturnar fletjist út svo að barnið á erfitt með að ná taki. Þá getur hjálpað að nudda brjóstin og pumpa eða handmjólka smá mjólk til að mýkja og ná vörtunni út. Stundum hjálpar að setja kaldan þvottapoka eða ísbakstur örstutt við vörtuna til að ná henni út. Að gera barninu kleift að ná góðu gripi hjálpar til losunar og að lausn vandamálsins. 

Júlí 2019

Valmynd