Brjóstakorn

Viðkvæma barnið

12.maí 2015

Sum börn eiga í erfiðleikum með að skipta auðveldlega milli vökustiga, önnur eru ofurviðkvæm. Minnkun örvunar getur hjálpað þessum börnum. Dempun ljósa og framköllun kyrrðar getur skapað rólegra umhverfi fyrir barn sem þolir ekki truflanir. Þétt, ákveðin handtök eru betri en létt snerting sem þessi börn geta svarað með streitumerkjum. Sumum finnst gott að vera vafin og/eða ruggað. Börn með þessi einkenni drekka mun betur þegar þeim er heitt, þau svefndrukkin og afslöppuð.

Börn með sögu um erfiða fæðingu eða með áverka geta átt erfiðara með að fara á brjóst. Nýburar sýna verki með hegðun sinni. Brjóstagjöf og aukin nálægð við foreldra getur hjálpað barninu að ráða við verkina. Gjafastellingar sem henta barninu eru mikilvægt atriði. Mörgum hentar betur að liggja við hlið móður sinnar og börn með áverka á höfði þarf að höndla varlega og aldrei ýta á höfuðið þegar barn á að grípa vörtuna. Hægt er að styðja við herðar og háls í sama tilgangi. Barn sem tekur ágætlega annað brjóstið en mótmælir hástöfum á hinu gæti hjálpað að „renna” frá betra brjóstinu yfir á hitt án þess að hrófla mikið við því. Þá er mikilvægt að finna þá stellingu sem barninu finnst þægilegast að drekka í og nota hana þar til ástandið lagast.

Apríl 2020

 

Valmynd