Spurt og svarað

23. febrúar 2021

Stingir (líkt og túrverkir)

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef! Mig langaði að kanna hvernig þetta er með að fá stingi snemma á meðgöngu. Ég er semsagt komin 4 vikur en komst að þunguninni frekar snemma, eða við 3v+4d. Ég er búin að vera að fá stingi aðallega hægra megin í nára og þar sem það er stutt síðan að ég upplifði dulið fósturlát þá er ég smá stressuð núna þangað til að ég kemst í snemmsónar. Ég man ekki alveg hvernig þetta var þegar ég gékk með dóttur mína því langar mig að vita hvort þessa sé alveg eðlilegt eða ekki? Gætu þetta verið togverkir svona snemma?

Sæl, það er eðlilegt að fá smá stingi til hliðanna í upphafi meðgöngu. Togverkirnir koma þó ekki alveg strax. Ef þetta eru verkir, sérstaklega ef þeir eru sárir og fara versnandi er það eitthvað sem þyrfti að skoða. Gangi þér vel!

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.