Spurt og svarað

20. apríl 2021

Brjóstagjöf, barn með mörg fæðu ofnæmi

Sælar, Ég er með 4 mánaða barn sem sýnir ofnæmis viðbrögð við hér um bil öllu sem ég borða. Hún er eingöngu á brjósti og ég er tilbúin að ganga ansi langt til að láta það ganga upp en núna er ég pínu farin að hafa áhyggjur af hvort mjólkin frá mér verði of næringarsnauð. Ég hef þurft að taka út glúten, mjólk, egg, soja, banana, tómat vörur og papriku... Hugsanlega þarf ég núna að prufa að taka kakó út því eitthvað er enn að trufla hana af og til. Einkennin sem hún sýnir er mjög mikið slím í hægðum (bleyjan þakin dökkleitu slími) og blóð (sérstaklega við glúten, mjólk, eggjum og bönunum). Einnig var hún stundum að neita að drekka þó hún virtist vera svöng. Ég er að sjálfsögðu í basli með að finna eitthvað að borða en reyni að vera skipulögð. Ég held matar dagbók til að fylgjast með ef einkenni koma upp hjá henni. Fræ, hnetur, kartöflur, sallat og hrísgrjón virðist vera uppistaðan í mat hjá mér núna (er grænmetis æta).. Ég hef verið að spá hvort það sé óhollt gagnvart barninu að ég borði mikið af hrísgrjónum (er að hugsa um þetta með tilliti til arseniks)? Eins langar mig að vita hvaða þurrmjólk væri hugsanlega notuð á svona mikið ofnæmisbarn ef ske kynni að ég missi niður mjólkina í þessu matar veseni. Bestu þakkir fyrir.

Sæl, leiðinlegt að heyra, matarval getur verið mjög erfitt í þessum aðstæðum en þú stendur þig vel! 

Í þeim rannsóknum sem arsenik í brjóstamjólk hefur verið skoðað, hefur styrkur þess verið lágur þrátt fyrir háan styrk í blóði móður, þú þart því ekki að hafa áhyggjur af því.

Barnalæknir myndi ávísa þeirri þurrmjólk sem hentar barninu, en ég veit til þess að til dæmis Neocate hefur verið notuð fyrir börn með hin ýmsu fæðuofnæmi.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.