Spurt og svarað

21. apríl 2021

Möguleiki á þungun?

Komið þið sæl og takk fyrir frábæran vef ég er að velta fyrir mér hvort ég geti verið ófrísk en ég fór á blæðingar 2 mars og svo svaf ég og kærasti minn saman um það leiti sem að egglos átti vera miðað við 28 daga og svo lendi ég í að fá blettablæðingu þann 1 apríl og ekkert meira fyrr en aftur 10 apríl og stóð það yfir í 4 daga og útferðin var frekar dökk allan tíman en svo lenti ég aftur í því að fá blettablæðingu þann 16 apríl og svo aftur núna 20 og 21 apríl, Vikan eftir 1 apríl þá var mér óglatt alla daga og allan daginn einnig var ég búin að finna fyrir mikilli þreytu vikuna fyrir 1 apríl en ég gat sofið út í eitt þannig að ég bað heimilislæknirinn um að láta athuga hvort ég væri blóðlítil en allt kom vel út nema að það var fjölgun á hvítum blóðkornum sem að gerist oft hjá mér og svo var ég undir í sykri en langtíma sykurinn var í lagi, einnig var ég búin að finna fyrir eins og togverki í nára og við lífbein í nokkra daga en svo hefur öll þessi einkenni horfið nema þessar stanslausu blettablæðingar halda áfram, ég fór að rifja upp seinustu meðgöngu og þá var ég einnig að lenda í svona skrítnum blæðingum fyrstu 12 vikurnar og þess vegna er ég að spá í hvort þetta geti verið raunin, ég þori ekki að taka próf upp á að verða ekki fyrir vonbryggðum en ég á tíma hjá kvennsjukdómslækni 27 apríl

Sæl, þetta hjómar eins og þú gætir verið ólétt, sérstaklega ef þú ert með reglulegan tíðahring og ekki vön að fá blettablæðingar, en það er ómögulegt að segja til um það nema taka þungunarpróf eða einmitt fara til kvensjúkdómalæknis. Hafir þú orðið þunguð í þessum tíðahring sem byrjaði 2. mars ætti að vera hægt að sjá fóstur og fósturhjartslátt í snemmsónar. Gangi ykkur vel.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.