Spurt og svarað

24. apríl 2021

Næturgjöf

Daginn, Ég er að forvitnast varðandi næturgjöf. Móðir mín á fjögur börn og hefur mikla reynslu á brjóstagjöf. Hún hefur aldrei gefið okkur syskinin brjóstamjólk á næturnar. Síðasta gjöfin var uppúr miðnætt og næsta snemma um morgunin (þ.e.a.s hvíldi í 5-6 tíma). Það tók hana 4-5 sólahring að venja okkur systkinin á þetta. Þegar nóttin var erfið og grátið mikð þá gaf hún okkur soðið vatn sem var kælt niður. Samkvæmt henni virkaði þetta vel bæði fyrir hana og okkur. Hún trúir því að ef hún er sjálf úthvíld þá sinnir hún öllu betur. Er mælt gegn þessu í dag? Er að fara eignast mitt fyrst í sumar og er að pæla hvernig best er að haga þessu hjá mér. Hlakka til að heyra frá ykkur

Sæl, fyrstu vikurnar þarf barnið að drekka reglulega yfir allann sólarhringinn og er líklegt til þess að þurfa að drekka á 3 klst fresti á nóttunni, jafnt sem daginn. Það er mikilvægt að þú leyfir því það til þess að koma mjólkurframleiðslunni hjá þér af stað og til þess að barnið léttist ekki of mikið og nái síðan fæðingarþyngd fyrir 2 vikna aldur. Sum börn fara hins vegar strax frá upphafi að taka aðeins lengri lúra á nóttunni og það er allt í lagi svo lengi sem barnið er heilbrigt og ekki að léttast of mikið. Þegar barnið er orðið mánaðar gamalt og er farið að þyngjast vel getur það líklega farið að taka einn aðeins lengri lúr yfir nóttina, 5-6 tíma. Til þess að það náist er mikilvægt að það drekki vel yfir daginn á 3 klst fresti. Það er ekki mælt með því að gefa svona ungum börnum vatn, frekar að passa að það drekki vel yfir daginn og að það fari vel um barnið í vöggunni, þá á þetta að koma náttúrulega. 

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.