Spurt og svarað

25. apríl 2021

5 vikur og blæðing

Góðan daginn, ég veit að blæðing getur verið eðlileg á fyrsta þriðjungi meðgöngu en ég er á 5. meðgöngu minni og fékk aldrei blæðingu á hinum 4. Ég byrjaði að blæða smá (minna en msk) viku eftir jákvætt próf og staðfestingu frá lækni (ekki sónarstaðfesting). Ég er að spá hve mikil blæðing telst "eðlileg"? Ég mun leita til læknist strax og gefst færi (blæðing gerðist um helgi), en langar að varpa þessari spurningu út svo aðrar geti notið svara.

Sæl, í rauninni er engin skilgreining á því hversu mikið magn er eðlilegt. Fósturlát getur orðið undir hvaða kringumstæðum sem er, hjá sumum blæðir ekki neitt, öðrum smá og enn öðrum mikið. Svo hefur konum blætt nokkuð mikið án þess að fósturlát verði. Það þarf alltaf að meta hvert tilfelli fyrir sig. En það er rétt hjá þér að yfirleitt er smá blæðing saklaus á fyrstu 12 vikunum. 

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.