Spurt og svarað

03. júní 2021

Möguleg stífla í brjósti

Núna eru komnar 2 vikur síðan ég átti strakinn minn og hann hefur aldrei viljað taka brjóst nema stöku sinnum og þá bara með mexicanhatt. Ég pumpa mig á 3-4 tíma fresti en næ akdrei meira en 30 ml saman út báðum. Það kemur mun meira úr öðru eða 15-20 ml og ég er byrjuð að finna fyrir einhverskonar hnútum i því og það virðist þyngra. Er þetta stífla eða eitthvað sem eg ætti að hafa áhyggjur af?

Sæl 

Hnútar eða eymsli og hiti í brjósti getur verið stífla eða byrjandi sýking. Ef þú færð hita þarftu að láta lækni kíkja á það. 
Stíflur eru algengar hjá konum sem eru að pumpa mikið, en pumpan nær ekki alltaf jafn vel mjólkinni úr brjóstunum eins og þegar barnið drekkur sjálft. 

Ef það eru hnútar er gott fyrir þig að setja smá heitann bakstur á brjóstið áður en þú pumpar og nudda létt yfir brjóstið og handmjólka aðeins með á meðan þú pumpar, til þess að losa stíflur. Einnig er hægt að fara í heitt bað eða sturtu og nudda létt yfir brjóstið á meðan og reyna að losa um stífluna þannig. 

Gangi þér vel

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.