Spurt og svarað

06. september 2021

Steik/kjöt

Hæ ég á gjafabréf á veitingastað og það fer alveg að renna út og mig kreivar svoo mikið í nautalund. Er í lagi að fá sér einu sinni medium lund á meðgöngu? Veit að það er ekki æskilegt að borða hrátt kjöt en er 1 skipti alveg no no?

Sæl, þessi grein frá Matvælastofnun útskýrir vel hættuna á sýkingu út frá mismunandi tegundum af kjöti og meðhöndlun. Þar kemur fram að á heilum kjötstykkjum eru bakteríurnar aðallega á yfirborði vöðvans og drepast því fljótt þó kjötið sé ekki steikt alveg í gegn. En endilega lestu þessa grein vel yfir og þá geturðu vonandi tekið upplýsta ákvörðun.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.