Spurt og svarað

14. nóvember 2021

Stofuhiti og ungbarn

Ég er með þriggja mánaða stelpu og ég er að reyna að tryggja að henni sé hvorki of heitt né of kalt. Ég virðist ekki ná að lækka hitann í stofunni undir 23/24 gráður og það er m.a.s. slökkt a ofnunum og gluggi opinn. Hvernig er best að klæða hana við þessar aðstæður? Hitinn í svefnherberginu sveiflast á milli 19–22 gráða. Ég las á vefsíðu landlæknis að hitastigið ætti að vera á milli 19–21 gráðu til að koma í veg fyrir vöggudauða. Ég hef svo lesið annars staðar á Netinu að hitinn eigi að vera á milli 16–20 gráðu. Hvernig á ég að klæða barnið þegar hún fer í háttinn og ef hitinn á að vera svona lágur? Er nóg að vera bara í náttfötum? Er í lagi að opna glugga þegar það er heitt inni en kalt úti? Ég er mjög ringluð þegar það kemur að þessu.

Sæl, 

Hún getur verið klædd í náttgalla og haft sæng yfir sér t.d. Ef þú finnur að henni sé of heitt, t.d. ef hún er að svitna undan þessu þá gætiru klætt hana í léttari föt eða sett léttari sæng/teppi yfir hana. Mikilvægt er að forðast ofdúðun ungbarna og fylgjast með hvort þeim sé of heitt. Ef þú vilt opna glugga til að lofta út er þá þarf að passa að það komi ekki trekkur/kaldur vindur að henni. Annars ef þér líður vel í hitastiginu í herberginu þá er það líklegast í lagi. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.