Spurt og svarað

03. september 2022

Verkjaseyðingur og lyf á meðgöngu

Hæhæ, er búin að vera með verkjaseyðing/túrverk sl 4 daga en ætti að vera komin ca. 4 vikur á leið, er það eðlilegt? Er mjög hrædd við að missa, blæðir alltaf ef það verður fósturlát? Er óhætt að taka seloken zoc á meðgöngu? Er að taka það vegna hjartsláttatruflana...

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Vægur verkjaseyðingur/túrverkur getur alveg verið eðlilegur á þessum tíma meðgöngunnar. Það fara miklir kraftar í vöxt legsins á þessum tíma. Þá er upplifunin oft sú sama og þegar túrverkir við venjulegar tíðablæðingar eru en raunverulega er að teygjast á legvöðvanum svo að krílið geti komið sér vel fyrir. 

Það blæðir ekki alltaf þegar verður fósturlát, oftast verður blæðing ásamt verkjum en í öðrum tilfellum blæðir ekki og verkir fylgja ekki. Það kallast dulið fósturlát. En vægir verkir án blæðingar á þessum tíma benda oft frekar til að legið sé að vaxa heldur en annað. 

Varðandi lyfið seloken ráðlegg ég þér að hafa samband við heimilislækni eða lækninn sem skrifaði upp á lyfið fyrir þig. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.