Spurt og svarað

07. september 2022

Óléttu einkenni eftir missir

Ég missti fóstur í júlí, í byrjun ágúst var staðfest að allt hefði skilað sér út og ólettuprof var líka neikvætt. Núna 31.ágúst byrja ég að fá ólettueinkenni(sömu og þegar ég hef verið ólétt áður) en neikvætt próf sem ég tók ca 4.sept. Við byrjuðum strax að reyna aftur þannig það gæti alveg verið möguleiki á ólettu en svo gæti ég alveg verið bara óþolinmóð því ég er ekki að byrja á túr heldur. Mín spurning er aðallega er eðlilegt að fá svona einkenni eftir missir þegar það styttist í að maður byrji á túr? Einkenni hafa verið núna í aðeins meira en viku. Takktakk

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina, samúðarkveðjur fyrir fósturmissinum. 

Ég legg til að þú takir nýtt þungunarpróf, helst að morgni til, þá er meiri þéttni í þvaginu og prófið því áreiðanlegast. Þar sem óléttueinkenninn voru að byrja svona seinna eftir að fósturmissinn, þá gæti það verið merki um þungun en byrjunar óléttueinkenni eru oft líka tengd öðru t.d. tíðahring. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.