Spurt og svarað

11. september 2022

Drekkur ört

Hæ! Ég er með eina fjögurra mánaða skvísu sem er alltaf að drekka! Ég hef offramleitt mjólk frá því hún var 3 daga gömul svo ég hef engar áhyggjur á að það sé ekki næg mjólk. Hún virðist þó vera frekar löt við að drekka sig sadda, borðar bara það sem hún nennir en vill svo brjóst aftur eftir 1-2 tíma (nema á næturna þá sefur hún yfirleitt voða vel allt að 10 tíma í einu enda hangir hún á brjóstinu allt kvöldið). Er eðlilegt að hún drekki svona oft yfir daginn? Hvað get ég gert til að breyta munstrinu eða á ég bara að sætta mig við þetta?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina, 

Hvert barn er mismunandi og hver móðir einnig, lengd gjafa og tímabil á milli fara því rosalega eftir barninu, móðurinni og mjólkurframleiðslu. Ef stúlkunni þinni líður vel og þyngist vel þá er hún að borða alltaf þegar hún er svöng. Rannsóknir segja að börn drekka að meðaltali 10-11x á dag eftir fyrsta mánuðinn. Það getur reynst erfitt að þvinga barn í aðra rútínu. Það er mikilvægt að muna að öll börn ganga í gegnum tímabil, börn breytast og mynstrið með. Ef þér finnst hún ekki drekka nóg vegna truflanna í umhverfi þá ráðlegg ég þér að minnka truflanir en flest börn hætta að drekka þegar þau eru södd. Kvöldmjólkin er mun þykkari og feitari en mjólkin á daginn og því ná börn að fullnægja orkuþörf sinni í lengri tíma með henni. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.