Spurt og svarað

18. nóvember 2022

Túrverkir við 30 viku

Hæhæ, er komin 30 vikur á leið og seinustu daga er ég búin að fá af og til túrverki, og verki í lífbeinið einnig svona framana píkuna er það eðlilegt?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Vægir túrverkir sem fara við hvíld geta verið eðlilegir á meðgöngu, getur verið vegna þess að legið er að stækka eða verið braxton hicks samdrættir. Braxton hicks samdrættir eru fyrirvaraverkir sem undirbúa legið en eru vægir samdrættir sem leiða ekki til fæðingar. Þeir eru óreglulegir, stuttir samdrættir sem fara alla jafna við hvíld og versna ekki. Barnið þitt er einnig orðið stærra og getur verið að koma sér fyrir. En verkir sem eru slæmir eða fara ekki við hvíld eru ekki eðlilegir á þessum tíma meðgöngu og geta bent til fyrirburafæðingar. Einnig ef það fylgir óeðlileg útferð eða smáblæðing.

Verkir við lífbein geta einnig verið vegna verkja í mjaðmagrind sem eru algengir á meðgöngu vegna hormónaáhrifa og breytingar á þyngdarpunkti líkamans. Hormónið relaxín hjálpar að liðböndum líkamans að slaka á og geta konur fundið fyrir verkjum vegna minni stuðnings við liðina. Hér á síðunni eru góðar upplýsingar um grindarverki á meðgöngu. Þá þarf að gæta að líkamsstöðu á meðgöngu, hér er ágætis bæklingur um góða líkamsstöðu á meðgöngu. 

Ég ráðlegg þér að ræða við ljósmóður þína í meðgönguvernd ef þú hefur áhyggjur. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.