Spurt og svarað

11. desember 2022

Hvenær er óhætt að gefa að smakka fasta fæðu?

Sæl, Sonur minn er 15 vikna og finnst ofboðslega gaman að finna nýtt bragð. Ég hef stundum leyft honum að sleikja það sem ég er að borða, sem honum finnst geeeeggjað, en ekki þorað að gefa honum neitt að borða svona ungum. Væri mér óhætt að gefa honum stöku skeiðar af t.d. eplasósu eða stöppuðum gulrófum o.þh. eða ræður meltingarkerfið ekki við slíkt? Ég er með hann á brjósti og hann dafnar vel, ég er mest að hugsa um hvað honum myndi finnast gaman að fá að smakka fleira :)

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Skv ráðleggingum heilsugæslunnar og landlæknis er ráðlagt að bíða að gefa börnum fæðu aðra enn brjóstamjólk/þurrmjólk fyrr en við 4-6 mánaða aldur. Oft dugir mjólkin fram að 6 mánaða aldri. En allt fer það eftir áhuga barns og næringarþörfum barnsins hvenær best sé að kynna mat fyrir barninu á þessum tíma. Hér er góður bæklingur að lesa yfir um næringu ungbarna frá Embætti Landlæknis og Heilsugæslunni. Ég ráðlegg þér að ræða við ungbarnavernd í heilsugæslunni fyrir frekari ráðleggingar. 

Gangi ykkur vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.