Fréttir

Fæðingafræðsla með Helgu Reynis

13.nóvember 2020

Nú er boðið upp á fæðingafræðslu með Helgu Reynisdóttur ljósmóður í húsnæði Kvennastyrks í Hafnafirði. 

Á námskeiðinu verður farið yfir slysavarnir barna, parasambandið, hvernig hægt er að hlúa að því, líffræði kvennlíkamans, hlutverk stuðningsaðila í fæðingu, stig hennar og bjargráð í fæðingu. Þá verður fjallað um sængurlegu, upphaf brjóstagjafar, nýburann, fæðingarhormónin, grindarbotninn, spöngina og spangarstuðning svo eitthvað sé nefnt.

Markmið námskeiðsins er að efla foreldra fyrir komandi hlutverk og benda þeim á bjargráð sem hægt er að nýta sér. Með því að sækja fræðslu geta foreldrar dregið úr kvíða og aukið öryggi sitt. Námskeiðið er í formi fyrirlestrar og eru spurningar og umræður vel þegnar. Fyrirlesturinn er 3 klukkustundir, hlé eftir þörfum.

Námskeiðin eru í boði á ensku og íslensku. 

Rafræn námskeið eru einnig í boði á ensku og íslensku einu sinni í mánuði.

Skráning og frekari upplýsingar á hér 

Valmynd