Fréttir

Lífið heimafæðingar

21.apríl 2021

Lífið heimafæðingar er nýtt teymi ljósmæðra sem sinnir heimafæðingum. Ljósmæðurnar Hugljúf, Rut og Rebekka hafa verið að bjóða upp á þjónustu ljósmæðra í heimafæðingum frá því í byrjun árs 2021. Þær vinna allar á ljósmæðravaktinni í Keflavík og taka að sér heimafæðingar á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Einnig bjóða þær upp á mæðravernd frá viku 34 ásamt því að bjóða upp á heimaþjónustu eftir fæðingu.

Þær halda úti heimasíðunni https://lifidheimafaedingar.com/ þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar. Einnig má finna þær á Instagram og Facebook.

171979576_1129952120802852_2275364783052363205_n.jpg172346543_724422368232116_3381832030555831161_n.jpg172304108_3861385053951488_8210977708477432685_n.jpg

Valmynd