Fréttir

Jólamatur á meðgöngu

16.nóvember 2022

Nú fer senn að líða að jólum og því gott að fara yfir ráðleggingar um mataræði á meðgöngu. Óléttir þurfa ekki á sérfæði að halda en þó er ráðlagt að forðast að borða ákveðin matvæli vegna smithættu á skaðlegum örverum sem getu leynst í ákveðnum mat. 

Almennt er ráðlagt að forðast hráan fisk, hrátt kjöt, hrá egg, hráar baunaspírur og mjúkosta úr ógerilsneyddri mjólk. Við gerilsneyðingu og nægilega eldun eyðast þessar örverur. Einnig er ráðlagt að passa upp á hreinlæti grænmetis. 

Sjá má betur hér í bæklingi Landlæknis um mataræði á meðgöngu. 

Í jólaboðum er því ráðlagt að forðast: 

  • Grafinn og reyktur fiskur (hrár fiskur) 
  • Maríneruð síld (hrár fiskur) 
  • Eftirréttir og sósur með hráum ógerilsneyddum eggjum (heimagerður ís, sörur og fleira) 
  • Hrátt kjöt / ekki nógu vel eldað kjöt (mælt er með a.m.k 72°C í 2 mínutur í miðju kjöts) 
  • Paté sem eru gerð úr lifur vegna mikils A-vítamíni

Eldað kjöt eða eldaður fiskur líkt og hangikjöt, skata, hamborgarahryggur og fleira þarf ekki að forðast. Einnig er malt og appelsín í góðu lagi. Það getur verið þó mikið salt í þessum matvælum og því má hafa í huga að allt sé gott í hófi.

Gleðilega hátíð og njótið jólanna með ykkar fólki. 

Heimildir: 

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item35168/Mataraedi%20a%20medgongu%20baekl.2018-5.pdf

https://www.nhs.uk/pregnancy/keeping-well/foods-to-avoid/

Valmynd