Breyttar reglur vegna COVID-19
14. mars 2020
Til þess að reyna að hindra útbreiðslu á COVID-19 hefur verið tekin ákvörðun um að banna allar heimsóknir á sjúkrahús landsins, Landspítala, HSU Selfossi, HVE Akranesi, SAk Akureyri og annarsstaðar
- Konur í fæðingu geta því miður aðeins haft með sér einn stuðningsaðila/aðstandanda í fæðingu (án undantekningar).
- Makar eða aðrir aðstandendur geta því miður ekki fylgt konum í bókaða tíma eða bráðakomur. Þetta á einnig við um meðgönguvernd og fósturgreiningu.
Á heilsugæslum eru eftirfarandi reglur í gildi:
- Einn aðstandandi með barni í ung- og smábarnavernd
- Enginn fær að koma með verðandi móður í mæðravernd
- Allir gestir sem eru með einkenni um sýkingu skulu setja á sig maska og hanska við komu
- Nær öll námskeið falla niður.
Í Björkinni eru eftirfarandi reglur í gildi:
- Kona kemur ein í mæðravernd
- Skjólstæðingar og aðstandendur með flensulík einkenni eða þeir sem hafa umgengist smitaða afbóki tíma og hafi samband fyrir frekari upplýsingar
- Sé kona með einkenni eða í sóttkví er mælt með að fæðing fari fram á Landspítala
- Námskeið verða kennd á fjarfundi
- Í fæðingu eru aðeins foreldrar og aðstandendur sem eru til stuðnings í fæðingunni, engar heimsóknir leyfðar á fæðingastofuna eftir fæðingu
Heimasíður fyrir frekari upplýsingar. Hvetjum fólk til að fylgjast vel með gangi mála, þar sem reglur gætu breyst: