Spurt og svarað
Hér má finna fyrirspurnir sem hafa borist og ljósmóðir hefur svarað. Hægt er að leita í fyrirspurnum eða sía eftir flokkum hér fyrir neðan.
Hi, is it safe to take choline 300mg during pregnancy?
Choline (Kólín) is safe to take while pregnant. It is good to keep in mind that choline is also found in some types of food, such as lamb and pork liver, egg yolk, cabbage, corn, potatoes, turnips, fish, nuts, soybeans and leafy vegetables. The body can also produce some choline by itself.
It's a good idea to talk to your midwife about taking choline and whether it would be advisable for you.
Best regards, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Hæhæ, má ég fara í flestar ferðalaga bólusetningar á meðgöngu?
Er að fara til Morokko í lok Mars og verð komin 27 vikur og er að velta því fyrir mér hvort ég megi fara í þessa 4 daga ferð.Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ég myndi vilja ráðleggja þér að hafa samband við hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni þinni til að fá bólusetningaráðgjöf. Hjúkrunarfræðingur fer þó yfir bólusetningar með þér og ráðleggur þér um framhaldið. Þá væri einnig gagnlegt að ræða við þína ljósmóður í meðgönguvernd um það hvort ferðalagið væri ráðlagt. Þarf þá meðal annars að huga að því hvort áhættuþættir séu til staðar á meðgöngunni sem gera ferðalagið áhættusamt.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Má drekka Collab með koffíni, auðvitað í lágmarki
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Þar sem koffín ferðast yfir fylgju til fósturs er öruggast að sleppa koffínintöku á meðgöngu. Drekki einstaklingur koffín á meðgöngu er ráðlagt er að drekka ekki meira en það sem svarar einum til tveimur bollum af kaffi á dag, en það eru um 100-200 mg af koffíni.
Mismunandi er milli orkudrykkja hvaða innihaldsefni eru til staðar og því einhverjir drykkir taldir "skárri" en aðrir. Skortur er á langtímarannsóknum á neyslu orkudrykkja á meðgöngu og því ekki hægt að mæla með neyslu þeirra.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Er í lagi að drekka Happy hydrate eða Energy express frá Happy á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Happy hydrate er í lagi að drekka á meðgöngu í hófi. Drykkir sem innihalda sykur/sölt geta verið ráðlagðir ákveðnum aðilum á meðgöngu. Fyrir aðra eru þeir óþarfi. Endilega spjallaðu við þína ljósmóður í meðgönguvernd til að fá frekari upplýsingar.
Energy express inniheldur töluvert koffín og því betra sleppa inntöku þess.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Það hefur alltaf verið humar í forrétt á aðfangadag og mig langar að vita hvort það sé í lagi að borða humar á meðgöngu. Hann er alltaf eldaður í ofni en það hefur komið fyrir að hann sé á mörkunum að vera nógu eldaður. Er nóg að passa að hann sé alveg eldaður í gegn eða þarf ég að forðast hann alveg?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Það er í góðu lagi að borða eldaðan humar á meðgöngu. Hér má nálgast frekari upplýsingar um mataræði á meðgöngu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Má borða taðreyktan silung?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Almennt er talað um heitreyktan og kaldreyktan mat. Heitreyktur matur eldast um leið og hann fær í sig reyk en kaldreyktur helst hrár. Neysla á kaldreyktu kjöti er ekki ráðlögð á meðgöngu nema ef eldun á sér stað eftir reykingu. Almennt er er taðreyking kaldreyking og því ekki ráðlagt á meðgöngu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Ég tók óléttupróf og það kom bullandi jákvætt og ég veit ekki hvað á að gera næst, á ég að hringja uppá heilsugæslu og biðja um tíma eða þarf ég að bíða eitthvað en svo hvernig tíma á ég að biðja um.
Góðan dag og til hamingju með þungunina,
Þér stendur til boða að fá tíma í meðgönguvernd hjá ljósmóður á heilsugæslu í kringum 10 vikur. Þar færð þú góðar upplýsingar um meðgönguna og það eftirlit sem stendur til boða. Gott er að hringja á heilsugæsluna og óska eftir símtali frá ljósmóður til að fá upplýsingar um næstu skref.
Bkv. Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Má drekka Collab sem er ekki með koffín? Er eitthvað í innihaldsefnum sem ekki er mælt með á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Neysla koffínlausa Collab er ekki talin skaðleg á meðgöngu, svo lengi sem hans er neytt í hófi. Þó er ekki hvatt til drykkju hans á meðgöngu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir

Senda inn fyrirspurn
Sendu okkur fyrirspurn og við svörum fljótlega*
*Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en það getur þó liðið allt að tvær vikur þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
