Spurt og svarað
Hér má finna fyrirspurnir sem hafa borist og ljósmóðir hefur svarað. Hægt er að leita í fyrirspurnum eða sía eftir flokkum hér fyrir neðan.
Er örugt að fara i aflitun eftir 12 viku á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Hér má nálgast svör ljósmóður um litun hárs á meðgöngu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
I have superficial thrombosis in my leg and I’m considering wearing compression socks. Would this generally be advisable in such cases, and if so, what type or level of compression is usually recommended?
Hi and thank you for your question,
I suspect that what you are experiencing is varicose veins. However, a professional evaluation would be needed to confirm the diagnosis. If it is varicose veins, it is likely that compression stockings or elastic stockings will help to control symptoms and reduce discomfort. I encourage you to discuss this with your midwife at your maternity care. Good luck.
Best regards, Ilmur Björg Einarsdóttir, midwife.
Ég fékk Legsig eftir síðustu fæðingu fyrir þrem àrum þar sem legið náði út fyrir leggöng.
Nú er ég ófrísk aftur. Getur það haft áhrif Á núverandi meðgöngu?Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Fæðing um leggöng getur orsakað legsig og því er önnur meðganga og fæðing áhættuþáttur fyrir auknum einkennum legsigs. Þrátt fyrir að legsig valdi óþæginlegum einkennum er það ekki hættulegt. Hægt er að minnka einkenni legsigs með því að þjálfa grindarbotnsvöðvana. Því gæti verið hjálplegt að hitta sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í grindarbotinum. Ég ráðlegg þér einnig ræða þetta við þína ljósmóður í meðgönguvernd. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Ég er gengin 13 vikur. Má ég halda áfram að taka þorskalýsi ?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Þorskalýsi er auðugt af A vítamíni og því ekki ráðlagt á meðgöngu. Við ráleggjum að taka Fólat, D-vítamín. Hér getur þú nálgast upplýsingar um mataræði á meðgöngu.
Ég er að vakna á nóttunni alveg í spreng, fer á klósettið og er samt frekar lengi að byrja að pissa en engir verkir þegar ég pissa. Ég er gengin 13 vikur, er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af, t.d. blöðrubólga eða eitthvað slíkt?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Flestar konur finna fyrir auknum þvaglátum á fyrstu vikum meðgöngu. Það er aðallega vegna þess að blóðflæði í nýrum eykst um 35-60%. Þetta aukna blóðflæði eykur þvagframleiðslu nýrnanna um 25%. Í flestum tilvikum eru þessi auknu þvaglát á 9.-16. viku meðgöngu en minnka síðan.
Ef þú er gjörn á að fá þvagfærasýkingu eða ert með önnur einkenni þvagfærasýkingar ráðlegg ég þér að hafa samband við þína heilsugæslustöð og fá að senda inn þvagsýni til að útiloka þvagfærasýkingu.
Algengustu einkenni þvagfærasýkingar eru:
- Sviði við að pissa
- Bráð þörf til að pissa
- Pissar oftar en venjulega
Önnur einkenni geta verið til staðar svo sem:
- Verkur yfir lífbeini
- Þrýstingur yfir lífbeini
- Sterk lykt af þvagi
- Gruggugt eða dökklitað þvag
Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Er í lagi að borða Nonna kalda bernessósu á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Kaldar sósur sem seldar eru í búðum hérlendis eru almennt gerilsneyddar og því í góðu lagi að neyta á meðgöngu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Hæhæ er komin 39 vikur og er með mikinn verk vinstra megin neðarlega í kvið. Hann er búinn að vera í 10 min og er ekkert að fara er þetta eðlilegur verkur eða óeðlilegur verkur?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Verkirnir sem þú lýsir eru líklega togverkir. Togverkir eru algengir á meðgöngu. Togverkir í nára stafa af því að legböndin eru að lengjast, en þau fjórfalda lengd sína á meðgöngunni.
Þrátt fyrir að togverkir geti verið mjög sárir eru þeir algerlega skaðlausir.
Ráðfærðu þig við ljósmóður eða lækni ef verkir eru miklir á meðgöngunni.
Sjá nánari upplýsingar um meðgöngukvilla hér.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einardsóttir, ljósmóðir.
Má taka Maca með barn á brjósti? Barn fær þó meiri þurrmjólk, er á brjósti samhliða.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ekki eru margar langtímarannsóknir til um áhrif Maca á brjóstagjöf. Því getum við ekki ráðlagt Maca samhliða brjóstagjöf.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda inn fyrirspurn
Sendu okkur fyrirspurn og við svörum fljótlega*
*Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en það getur þó liðið allt að tvær vikur þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
