Spurt og svarað
Hér má finna fyrirspurnir sem hafa borist og ljósmóðir hefur svarað. Hægt er að leita í fyrirspurnum eða sía eftir flokkum hér fyrir neðan.
Ef barnið er búið að skorða sig við 36v þýðir það að það séu meiri líkur á að það komi fyrir settan dag eða ekki?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Nei það að barnið sé búið að skorða sig við 36 vikur þýðir ekki að það séu meiri líkur á að það fæðist fyrr.
Því míður er lítið hægt að segja til um hvenær barn fæðist. Við 36 vikna skoðun meðgöngu skoðar ljósmóðir hvort barn sé í höfuðstöðu með því að þreifa fyrir kollinum utanvert kúlunnar. Ef barn er í höfuðstöðu við þann tíma og skorðað er barnið í góða stöðu fyrir fæðingu. Sum börn eru í höfuðstöðu en skorða sig ekki fyrr en í fæðingunni sjálfri.
Gangi þér vel, kær kveðja Elfa Lind ljósmóðir.
Má borða reyktan mat á meðgöngu eins og reykta önd eða reyktan lax?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Á meðgöngu er ráðlagt að borða fulleldað kjöt og fisk til að eiga sem minnstar líkur á skaðlegar bakteríur og sníkjudýr leynist í matnum. Reyktur lax og reykt önd teljast ekki sem eldað kjöt. Mælst er til að elda kjöt og fisk með því að ná 72gr í miðju. Gangi þér vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir
Má taka Telfast ofnæmislyfið við frjókornaofnæmi á meðgöngu?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Telfast ætti að vera öruggt lyf á meðgöngu. Gangi þér vel. Kær kveðja, Elfa lind ljósmóðir.
Er í lagi að taka Unbroken freyðitöflur á meðgöngu? Ef ekki, hvað get ég gert ef mig vantar steinefni og sölt?
Takk fyrir fyrirspurnina. Unbroken freyðitöflurnar virðast innihalda kreatín og önnur efni sem eru ekki endilega ráðlögð á meðgöngu.
Ef neytt er fjölbreytt fæða og passað upp á drekka vel af vatni ætti flestum ekki að vanta steinefni og sölt. Þó getur verið ráðlagt að taka inn steinefni og sölt á meðgöngu ef fundið er fyrir svima, uppköstum eða öðrum einkennum. Resorb er dæmi um freyðitöflur sem inniheldur sykur og sölt.
Ég ráðlegg þér að ræða við ljósmóður þína í meðgönguvernd ef þú hefur einhverjar áhyggjur.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir.
Má borða rækjusalat á meðgöngu eða brauðtertur með rækjum ? Ég get ekki séð hvort að rækjurnar séu eldaðar eða hráar.
Takk fyrir fyrirspurnina. Bleikar rækjur eru eldaðar rækjur, svo allar rækjur í rækjusalati eða brauðtertum eru fyrirfram eldaðar og ætti að vera í lagi að borða. Hægt er að kaupa hráar rækjur út í búð en þá eru þær gráleitar og verða bleikar við eldun. Gangi þér vel.
Ég er á wegovy 1.7 og var að komast að því að ég er ólétt, hvort er betra að hætta strax eða trappa sig niður?
Takk fyrir fyrirspurninga og til hamingju með óléttuna. Ég ráðlegg þér að hafa samband við heilsugæsluna þína og fá að heyra í ljósmóður og/eða heimilislækni um hvernig er best að fara að þessu. Gangi þér vel.
Er í lagi að nota kælikrem á meðgöngu/í brjóstagjöf sem inniheldur CBD?
Ég notaði Vöðva og Liðkremið frá CBD Reykjavík af og til fyrir meðgönguna en finn ekki hvort ég megið nota það á henni eða í brjóstagjöfinni.Takk fyrir fyrirspurnina.
Ekki eru til neinar heimildir um að það hafi skaðleg áhrif né að það engin skaðleg áhrif. Því ber að hafa varan á að meðgöngu að nota slík krem.
Er í lagi að drekka nýja Kristal+ á meðgöngu?
Takk fyrir fyrirspurnina. Kristal plús inniheldur skv. síðu framleiða kolsýrt vatn, 80mg af koffíni, D-vítamín og sink. Yfirleitt er ekki ráðlagt að drekka orkudrykki á meðgöngu vegna mikil koffínmagns og aukaefni sem fylgja. Það ætti að vera almennt í lagi að drekka þennan drykk á meðgöngu. Gangi þér vel.

Senda inn fyrirspurn
Sendu okkur fyrirspurn og við svörum fljótlega*
*Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en það getur þó liðið allt að tvær vikur þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.