Brjóstagjafabókin!
Ný brjóstagjafahandbók fyrir foreldra og fagfólk

Nú á dögunum kom út Brjóstagjafabókin.
Höfundar bókarinnar eru Hallfríður Kristín Jónsdóttir (Fríða), Hildur A. Ármannsdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Ingibjörgu Eiríksdóttir og Þórunn Pálsdóttur. Allar eru þær ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og brjóstagjafaráðgafar (IBCLC). Saman hafa þær áratugareynslu af því að sinna mæðrum og fjölskyldum þeirra í barneignarferlinu.
Höfundum Brjóstagjafabókarinnar fannst mikið af misvísandi upplýsingum og ráðum sem foreldrar frá úr ýmsum áttum í samfélaginu. Markmið þeirra er að undirbúa foreldra fyrir það sem koma skal eftir fæðingu. Bókin sameinar þekkingu þeirra, ráð og gagnreyndar upplýsingar á einn stað.
Í bókinni má finna upplýsingar meðal annars um um hvernig sé best að undirbúa sig fyrir brjóstagjöf, stellingar við brjóstagjöf og handmjólkun. Farið er yfir ýmsar áskoranir sem geta komið upp á og ráðleggingar hvernig sé best að takast á við þær. Undirbúningur fyrir brjóstagjöf og trú á eigin getu hefur jákvæð tengsl við tíðni og lengd brjóstagjafar og því frábært að Brjóstagjafabókin sé komin sem styður einstaklinga í þessu stóra verkefni sem brjóstagjöf er.
Bókin er hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf.

Bókin er seld í ýmsum bókabúðum og bokafelagid.is.