COVID-19 - Spurningar og svör
19. mars 2020
Spurningar og svör um Covid-19 og meðgöngu, fæðingu, sængurlegu, brjóstagjöf og nýburann má finna á heimasíðu Landspítala.
Bréf til þungaðra kvenna frá ljósmæðrum í mæðravernd.
Fróðleiksmoli HH um Covid-19 meðgöngu og brjóstagjöf.
Handþvottur á alltaf við
Góður handþvottur er sérstaklega mikilvægur til að forðast ýmis konar smit, t.d. kvef, inflúensu, njálg, nóróveiru og COVID-19.
Til að tryggja góðan handþvott er best að vera ekki með skartgripi, hafa neglur stuttar og án naglalakks. Gervineglur eru gróðrastía fyrir bakteríur og veirur.
- Skola hendur með volgu vatni til að fjarlægja sýnileg óhreinindi.
- Fá sér smá sápu.
- Nudda höndunum saman í um 20 sekúndur og muna að þvo vel svæðin milli fingra, við neglur, lófa og handarbak.
- Skola hendurnar vel.
- Þurrka vel, sérstaklega á milli fingra.
- Notið handspritt
Hugsið vel um hendur, snyrtið naglabönd og haldið húðinni mjúkri með því að nota reglulega handáburð.