Lífið heimafæðingar
Lífið heimafæðingar er nýtt teymi ljósmæðra sem sinnir heimafæðingum. Ljósmæðurnar Hugljúf, Rut og Rebekka hafa verið að bjóða upp á þjónustu ljósmæðra í heimafæðingum frá því í byrjun árs 2021. Þær vinna allar á ljósmæðravaktinni í Keflavík og taka að sér heimafæðingar á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Einnig bjóða þær upp á mæðravernd frá viku 34 ásamt því að bjóða upp á heimaþjónustu eftir fæðingu.
Þær halda úti heimasíðunni https://lifidheimafaedingar.com/ þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar. Einnig má finna þær á Instagram og Facebook.