Nýr bæklingur um mataræði
16. október 2018
Út er kominn hjá landlækni nýr bæklingur um mataræði á meðgöngu. Helstu breytingar eru að fjallað er sérstaklega um joð og ómega-3 fitusýrur.
Joð (e. Iodine) er mikilvægt næringarefni fyrir alla. Aukin þörf er fyrir joð á meðgöngu en það er mikilvægt fyrir eðlilegan þroska fósturs. Helstu joðgjafar fæðunnar eru fiskur (fyrst og fremst ýsa en einnig þorskur), mjólk og mjólkurvörur. Barnshafandi konur og konur sem hyggja á barneignir eru hvattar til að neyta tveggja skammta af mjólk eða mjólkurvörum daglega og fisk tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Sjá nánar.
Hér má nálgast bæklinginn.