Þurrmjólk á næturnar hjá 2 ára

02. júlí 2025

2ja ára barn sem er farið að borða allann almennann mat er ekki of mikið að gefa þurrmjólk með. Vaknar á nóttunni og þá er farið að blanda þurrmjólk í pela. Er þetta ekki óþarfi. Takk og kær kveðja frá ömmu sem finnst þetta alger óþarfi 🥰

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Við 6-9 mánaða aldur fer barnið að kynnast fjölbreyttri fæðu. Rétt er að minnka pelanotkun hjá þeim börnum sem hafa fengið pela og nota stútkönnu í staðinn og hætta alveg að gefa pela á nóttunni.

Það hefur verndandi áhrif fyrir tennur að drekka ekki mjólk á nóttunni auk þess sem matarlyst eykst yfir daginn.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.