Að kynna snuð
Sælar, hvenær er best að kynna barnið fyrir snuði? Ég er með eina tæplega fjögurra vikna sem hefur ekki enn fengið að prófa snuð því ég vildi ekki að það myndi trufla brjóstagjöfina. Hún tekur brjóstið vel og ég er nokkuð örugg með mig þegar kemur að brjóstagjöfinni og litla fær líka stundum úr pela. Er öruggt að fara að nota snuð núna og er eitthvað sérstakt sem ég ætti að hafa í huga með það?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Þegar brjóstagjöfin er komin vel í gang er góður tími til að kynna snuðið fyrir barninu. Þá er gott að miða við að barnið nær að sjúga brjóstið vel og móðir upplifir öryggi við að leggja barnið á brjóst. Snuð er hægt að fá í ýmsum gerðum og því gott að prófa mismunandi snuð ef barn tekur ekki fyrsta snuðið sem því er gefið. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.