ADHD lyf á meðgöngu

19. mars 2024

Hæhæ, ég er á elvanse adult en hef ekki tekið þau síðan ég komst af því að ég væri ólétt en vandamálið er að ég er í námi og að vera án þeirra hefur gríðarleg áhrif á námið hjá mér. Ljósmóðirin mín talaði um að ég þyrfti mögulega að fara á önnur ADHD lyf. Eru ADHD lyf algjört no no á meðgöngu og ef ekki hvaða lyf væri best fyrir mig að fara á?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Þegar kemur að lyfjum á meðgöngu er ráðlagt að meta áframhaldandi meðferð í samráði við heimilislækni í upphafi meðgöngu. Meta þarf vandlega hættuna af ómeðhöndluðum grunnsjúkdómi með tilliti til meðgöngunnar og heilsu móður og vega á móti mögulegri hættu af lyfjagjöfinni. Í einhverjum tilvikum er ráðlagt minnka skammt, finna annað ákjósanlegra lyf með sambærilega virkni eða jafnvel hætta inntöku lyfs. Gangi þér sem allra best.

Bestu Kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.