Barn með höfuðið skorðað
26. júní 2025
Ef barnið er búið að skorða sig við 36v þýðir það að það séu meiri líkur á að það komi fyrir settan dag eða ekki?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Nei það að barnið sé búið að skorða sig við 36 vikur þýðir ekki að það séu meiri líkur á að það fæðist fyrr.
Því míður er lítið hægt að segja til um hvenær barn fæðist. Við 36 vikna skoðun meðgöngu skoðar ljósmóðir hvort barn sé í höfuðstöðu með því að þreifa fyrir kollinum utanvert kúlunnar. Ef barn er í höfuðstöðu við þann tíma og skorðað er barnið í góða stöðu fyrir fæðingu. Sum börn eru í höfuðstöðu en skorða sig ekki fyrr en í fæðingunni sjálfri.
Gangi þér vel, kær kveðja Elfa Lind ljósmóðir.