Bit af völdum lúsmý á meðgöngu

22. júlí 2025

Góðan daginn,
Ég er öll bitin af lúsmý og komin 12 vikur á leið. Má ég nota mildison eða after-bite krem?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er í lagi að nota mildison á meðgöngu og einnig ætti að vera í lagi að nota after-bite á þau svæði sem bitin eru.

Ef þú færð mikinn kláða og útbrot gæti reynst vel að taka ofnæmislyf. Hér eru upplýsingar um þau ofnæmislyf sem er í lagi að taka inn á meðgöngu. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.