Bjúgur í öðrum fæti

26. júní 2025

Ég er komin 31+3 og er búin að vera með bjúg í smá tíma. Ég vakna yfirleitt mjög bólgin og þá sérstaklega í hægri fæti. Ég finn ekkert til annað en bara smá þrýsting, en er alveg eðlilegt að fá meiri bjúg í annan fótin?
Bestu kveðjur

Góðan dag og takk fyrir fyrspurnina,

Margar konur upplifa bjúg á meðgöngu og mismunandi milli einstaklinga hvenær á meðgöngunni hann birtist. Þegar þungaður einstaklingur verður var við bjúg er ráðlagt að bera það undir ljósmóður í meðgönguvernd í næstu mæðraskoðun.

Ef bjúgur er meiri á öðrum fæti, mikill verkur í fætinum eða ef konan finnur einnig fyrir öðrum einkennum eins og höfuðverk, sjóntruflunum, verk undir brjóstkassa, ógleði eða vanlíðan er mjög mikilvægt að hafa samband við ljósmóður eða lækni sem fyrst.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.