Ferðalag og bólusetningar á meðgöngu
10. desember 2025
Hæhæ, má ég fara í flestar ferðalaga bólusetningar á meðgöngu?
Er að fara til Morokko í lok Mars og verð komin 27 vikur og er að velta því fyrir mér hvort ég megi fara í þessa 4 daga ferð.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ég myndi vilja ráðleggja þér að hafa samband við hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni þinni til að fá bólusetningaráðgjöf. Hjúkrunarfræðingur fer þó yfir bólusetningar með þér og ráðleggur þér um framhaldið. Þá væri einnig gagnlegt að ræða við þína ljósmóður í meðgönguvernd um það hvort ferðalagið væri ráðlagt. Þarf þá meðal annars að huga að því hvort áhættuþættir séu til staðar á meðgöngunni sem gera ferðalagið áhættusamt.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
