Brenninettla/nettle á meðgöngu
13. maí 2024
Góðan daginn Ég fann nettle töflur hjá heilsuhúsinu og þar stendur að öruggt sé fyrir þungaðar konur að taka það á meðgöngu við bólgum. Eruð þið sammála því?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Nettle töflurnar er í lagi að neyta á meðgöngu sé það innan ráðlagðra viðmiðunarmarka. Þó hvet ég þig að taka inn Nettle í samráði við þína ljósmóður eða heimilislækni til að meta þörf á inntöku þess.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.