Brún útferð á fyrsta þriðjungi
03. ágúst 2025
Hæhæ konan mín er 10 vikna ólétt og það var að leka brúnn vökvi úr henni og við höfum áhyggjur að því þetta var dáltið mikið sem kom úr hjá henni meira en allavega í fyrsta skiptið þetta er í annað skiptið sem þetta gerist við höfum smá áhyggjur við erum að reyna fá fyrsta barnið okkar í heimin.
Takk fyrir fyrirspurnina. Brún útferð á fyrsta þriðjungi meðgöngu er algeng og getur verið meinlaus. Brún útferð getur verið gömul blæðing frá því að frjóvgun varð. Þá þarf að meta magn, hvort fylgi verkir eða annað óeðlilegt. Ég ráðlegg ykkur að heyra í ljósmóður í heilsugæslu ef þið hafið áhyggjur. Gangi ykkur vel.
Kær kveðja, Elfa Lind ljósmóðir.